8/10/2018
BLAÐAUMFJALLANIR
Þýskir fjölmiðlar hafa sýnt þessu verkefni og vinnu mikinn áhuga. Þar hafa verið töluverðarumfjallanir og þegar fyrsta viðtalið við Einar Magnús (handritsöfund) birtist í dagblaðinu Nordsee Zeitung notaði hann tækifærið til að kalla eftir upplýsingum afkomendur skipbrotsmannanna. Það bar mjög góðan árangur og hafa í kjölfar þess komið fram áður óþekkt og ómetanleg gögn og upplýsingar. Alls hafa tvær umfjallanir birst í Nordsee Zeitung og þær má sjá hér.



SJÓNVARPSUMFJÖLLUN
Sjónvarsfólk frá Radio Bremen fylgdi Einari eftir við störf hans í tvo daga í Þýskalandi og hér fyrir neðan má sjá umfjöllun þeirra. Fyrirhugaður er útvarpsþáttur Nóvember hjá Radio Bremen. Unnið er að þróun hugmyndar um að Radio Bremenkomi til Íslands á næsta ári og taki upp heimildarmynd um þetta verkefni – þó án þess að upplýsa í þeirri mynd um fléttur og opinberanir handritsins sem unnið er að.

ÚTVARPSUMFJÖLLUN
Hér má svo heyra útvarpsþátt sem fluttur var hjá Radio Bremen í desember 2018 þar sem m.a. er viðtal við afkomanda Rudolfs Bojahr stýrimanns Friedrich Alberts en hann hvarf á Skeiðarársandi og fannst aldrei.
BIrt þann:
10/8/2018
í flokknumFjölmiðlaumfjallanir