31. janúar árið 1903 komust eftirlifendur áhafnarinnar á Friedrich Albert heim að Orustustöðum eftir 11 daga hrakningar á Skeiðarársandi. Níu þeirra voru enn á lífi af tólf manna áhöfn og loks var lífi þeirra bjargað af íslenskum bændum.
Farið var í leiðangur niður að strandstaðnum 31. janúar 2021 en þá voru nákvæmlega 118 ár frá því að áhöfnin komst í skjól og var bjargað. Leiðangurinn var vel útbúinn af farartækjum og var m.a. notuð flugvél til að kanna aðstæður. Leiðangursmenn lentu í ýmsum hrakningum sem telja má lítilvægar í samanburði við reynslu skipbrotsmannanna. Daginn áður var flogið yfir sandinn til að meta aðstæður og hvort óhætt væri að aka leiðina niður að strandstaðnum en aðstæður þarna geta verið mjög hættulegar m.a. sökum sandbleytu sem gleypt getur menn og ökutæki.
Hér má sjá umfjöllun í Fréttablaðinu um þá ferð.



BIrt þann:
31/1/2021
í flokknumFjölmiðlaumfjallanir