EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON

Leikstjóri, klippari, handritshöfundur og framleiðandi sem er einnig þekktur fyrir störf sín sem stjórnandi neðansjávarkvikmyndatöku fyrir heimildamyndir, auglýsingar og kvikmyndir.

Einar Magnus starfaði hjá Saga-Film frá 1989 til 1992. Hjá Stöð 2 árin 1992 til 1999 og hjá Hugsjón kvikmynda- og auglýsingaframleiðslu 1998 til 2000. Hann starfaði sjálfstætt sem leikstjóri sjónvarpsmynda og auglýsinga á árunum, 2000 – 2004.

Hann starfaði sem neðansjávarkvikmyndatökumaður við kvikmyndirnar Contraband (2012), framleidd af Universal Studios og Djúpið (2012) framleitt af Blueeyes Produktion of Filmhuset-Produktion. Báðum þessum myndum var leikstýrt af Baltazar Kormáki. Auk þess kvikmyndaði hann neðansjávarmyndir fyrir fjölda sjónvarpsþátta og fræðslumynda, m.a. fyrir National Geographic.

Einar Magnus hefur leikstýrt, framleitt, klippt og stjórnað upptökum á fjölda heimildarmynda. Hann hefur auk þessa starfað sem upplýsingafulltrúi fyrir Umferðarstofu og sérfræðingur í kynningar og fræðslumálum hjá Samgöngustof

NOKKUR AF VERKEFNUM SEM EINAR MAGNÚS HEFUR UNNIÐ AÐ: